Kaleo hita upp fyrir The Rolling Stones

Auglýsing

Íslenska rokksveitin Kaleo mun hita upp fyrir goðsagnirnar í The Rolling Stones á tveimur tónleikum síðarnefndu sveitarinnar á nýju tónleikaferðalagi þeirra. Kaleo mun hita upp fyrir sveitina á tónleikum í Pasadena, 22. ágúst og í Glendale 26. ágúst.

Velgengni Kaleo undanfarin ár hefur verið ótrúleg. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sveitin hitar upp fyrir Stones en árið 2017 hituðu þeir upp fyrir þá á þremur tónleikum.

„Við hituðum upp fyrir íslensku cover-hljómsveitina Stóns á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ fyrir fjórum eða fimm árum. Þannig að það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá og gaman að hugsa til þess,“ sagði Jökull í fréttum Rúv á þeim tíma.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram