Kanye útskýrir litlu inniskóna: „Japanska leiðin“

Það vakti mikla athygli fyrir stuttu þegar rapparinn og tískuhönnuðurinn Kanye West mætti í brúðkaup vinar síns, 2 Chainz, í jakkafötum frá Louis Vuitton og inniskóm úr sinni eigin fatalínu YEEZY. Það sem þótti samt furðulegast var að Kanye klæddist of lítill skóstærð sem varð til þess að hælar hans náðu út fyrir skóinn sjálfan. Hann útskýrði loksins ástæðuna fyrir því á Twitter í vikunni.

Sjá einnig: Inniskór Kanye West vekja mikla athygli

Á þessum myndum sést greinilega að inniskórnir eru alltof litlir til að passa fæti rapparns

https://twitter.com/LyricsFiyah/status/1031199924015194114?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1031199924015194114&ref_url=http%3A%2F%2Fnutiminn.is%2Finniskor-kanye-west-vekja-mikla-athygli%2F

Mikið var grínast með skóval Kanyes á samfélagsmiðlum og meðal þeirra sem tóku þátt í gríninu var eiginkona hans Kim Kardashian.

Kim setti myndband í Instagram story þar sem hún sýnir inniskóna sem Kanye er í og spyr hlæjandi hvort þeir passi

Kanye svaraði gríninu svo á Twitter-síðu sinni í gær þar sem útskýrði að hann hafi ekki verið í of litlum skóm heldur væri þetta „Japanska leiðin“ til að klæðast inniskóm eða sandölum

https://twitter.com/kanyewest/status/1034443072594034693?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed&ref_url=https%3A%2F%2Fwww.buzzfeed.com%2Fbenhenry%2Fkanye-west-has-explained-wearing-shoes-too-small-for-him

„Japanska leiðin“ er leið til að klæðast „flip flop“ sandölum án þess að meiða sig á milli tánna en það útskýrir þó ekki hvers vegna hann var í inniskónum svoleiðis því ekkert band er á milli tánna á þeim.

Netverjum þótti þessi útskýring þó ekki fullnægjandi

Auglýsing

læk

Instagram