Kanye West krefst þess að fatlaður tónleikagestur standi upp

Rapparinn Kanye West neitaði að halda áfram með tónleika á föstudag þangað til allir áhorfendurnir í salnum höfðu staðið upp. Tónleikarnir fóru fram í Sidney í Ástralíu og í hópi áhorfenda var kona með gervilöpp og maður í hjólastól sem var ekki að fara að standa upp, þrátt fyrir West trúi eflaust að hann búi yfir mætti til að lækna fólk með mænuskaða.

Gestur á tónleikunum sagði í samtali við breska dagblaðið Daily Mail að West hafi ekki viljað halda áfram fyrr en allir höfðu staðið upp. „Nema að þú sért með vottorð og fáir sérstök bílastæði,“ hrópaði West. Kona í salnum rétti gervilöpp sína upp í loft og West hélt áfram með tónleikana en stöðvaði þá aftur þegar hann sá að maðurinn í hjólastólnum hafði ekki staðið upp.

„Ég hef aldrei þurft að bíða svona lengi með að taka lag. Þetta er ótrúlegt,“ sagði West áður en hann sendi öryggisvörð til að sannreyna hvort maðurinn í hjólastólnum væri raunverulega fatlaður.

Áhorfendur höfðu reynt að láta West vita með því að hrópa að maðurinn væri í hjólastól en West lét ekki segjast.

Auglýsing

læk

Instagram