Kara Kristel hættir að blogga um kynlíf: „Ég er ekki sérfræðingur um kynlíf“

Kara Kristel er hætt að blogga um kynlíf. Þetta tilkynnir hún á Instagram. Þá segir hún að kynlífsbloggið hafi verið grín sem gekk of langt.

Kynlífsblogg Köru Kristelar vakti talsverða athygli. Hún hefur verið reglulegur gestur í þættinum Brennslunni á FM957 þar sem hún hefur rætt um kynlíf ásamt því að hafa látið til sín taka á samfélagsmiðlum.

„Ég er ekki sérfræðingur um kynlíf, alls ekki. Og ég er enginn kynlífsfíkill,“ segir Kara í færslunni sinn á Instagram.

En mér finnst gaman að segja sögur og þegar ég geri það, geri ég það vel. Bloggið hefur gefið mér svo mörg tækifæri, kynnt mig fyrir svo mikið af yndislegu fólki og ég er ótrúlega þakklát. En það hefur líka tekið margt frá mér.

Hún segir að það ætti ekki að koma neinum á óvart að hún sé að hætta, enda ekki búin að uppfæra bloggið sitt í marga mánuði. „Og það er þess vegna að ég fann að mig langaði það ekki,“ segir hún.

Hún þakkar þeim sem fylgdust með henni ásamt því að þakka FM947 fyrir samstarfið og samfélagsmiðlahópnum Áttunni. „Ég er búin að loka heimasíðunni og ef hún opnar aftur einhvern tímann verður kynlíf ekki viðfangsefnið mitt. Það verður að vera á hreinu að enginn er að hafa áhrif á þessa ákvörðun nema ég. Þetta er algjörlega from the bottom of my heart.“

Kara segist ætla að halda áfram á samfélagsmiðlum og bætir við að hún sé að snúa sér að öðrum spennandi og skemmtilegum hlutum. „Að lokum vil ég minna alla á að hunting season 2018 er byrjað og ef einhvern langar að blogga um kynlíf þá verð ég stærsti supporterinn.“

Auglýsing

læk

Instagram