Karlmaður lést eftir voðaskot í uppsveitum Árnessýslu

Alvarlegt atvik varð í gær í uppsveitum Árnessýslu þegar karlmaður á sextugsaldri hlaut skotáverka af völdum haglabyssu. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá málinu í tilkynningu í dag.

Að sögn lögreglu voru viðbragðsaðilar fljótir á vettvang — lögregla, sjúkraflutningar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, læknir, vettvangsliðar björgunarsveita og þyrla Landhelgisgæslunnar.

Auglýsing

Endurlífgunartilraunir voru gerðar á staðnum en báru ekki árangur. Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi fer með málið og fær aðstoð tæknideildar Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan segir að ekki verði veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing