Karólína um Boring Gylfa Sig: „Erfitt að vorkenna manni sem er búinn að vera spúa hatri í skjóli nafnleysis“

Sálfræðineminn Karólína Jóhannsdóttir uppljóstraði því á Twitter í gær að leikarinn Þórir Sæmundsson væri maðurinn á bakvið Twitter reikninginn Boring Gylfi Sig. Karólína var gestur í morgunþættinum Múslí á Útvarp 101 í morgun þar sem að hún ræddi málið.

Sjá einnig: Leikari með umdeildan og leynilegan Twitter-aðgang afhjúpaður: „Þú ert svona líka nett ógeðslegur“

Karólína Jóhannsdóttir birti skjáskot af færslu sem birtist á aðganginum í gær. Þar má sjá skjáskot af Instagram aðgangi Þóris. Stuttu síðar birtist færsla á Twitter aðgangi Boring Gylfa Sig þar sem stóð: „Jæja það hlaut að koma að því. Hæ ég er boring Þórir Sæm.“

Karólína segir í Múslí að hún hafi fattað hver þetta væri með aðstoð frá Berglindi Pétursdóttir, eða Berglindi Festival, hún hafi fattað hver þetta væri á myndinni og leyst ráðgátuna. Það hafi verið fyndið að Þórir Sæm hefði verið á bakvið reikinginn en ef þetta hefði bara verið einhver óþekktur þá hefði hún sennilega ekki uppljóstrað hver þetta væri.

„En af því að Þórir hefur ákveðna baksögu á Twitter og sem manneskja,“ segir Karólína en Þórir var rekinn úr Þjóðleikhúsinu á sínum tíma eftir að hann sendi myndir af lim sínum á samstarfskonu á menntaskólaaldri. Eftir það hætti Þórir sjálfur á Twitter en stutt síðar birtist Boring Gylfi Sig.

Sjá einnig: Þórir var rekinn úr Þjóðleikhúsinu vegna typpamynda

Karólína segir að hún muni ekki sakna Boring Gylfa Sig á Twitter og að hún vorkenni ekki Þóri. „Mér finnst erfitt að vorkenna manni sem er búinn að vera spúa hatri í skjóli nafnleysis.“

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.

Auglýsing

læk

Instagram