today-is-a-good-day

Kennari ákærður fyrir að láta skjaldböku borða veikan hvolp

Kennari í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir að láta skjaldböku borða veikan hvolp fyrir framan nemendur sínar. Frá þessu er greint á vef BBC.

Kennarinn, Robert Crosland, sem kennir í Preston, Idaho var ákærður fyrir dýraníð. Eftir að atvikið átti sér stað í mars var skjaldbökunni lógað.

Crosland gæti átt yfir höfði sér allt að 6 mánuði í fangelsi og sekt upp á 5000 dollara. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa átt erfitt með að ná á Crosland eftir atvikið.

Undirskriftalisti þar sem krafist er afsagnar hans hefur fengið 190.000 undirskriftir. Annar undirskriftalisti sem sýnir Crosland stuðning og segir að hann sé einfaldlega maður sem elskar vinnuna sína og vísindi hefur fengið rúmlega 3700 undirskriftir.

At­vikið er sagt hafa gerst eft­ir skóla fyr­ir fram­an fáa nem­end­ur. Skóla­yf­ir­völd segja uppá­kom­una ekki hafa verið hluta af nám­inu.

 

Auglýsing

læk

Instagram