Kevin Hart á leiðinni til landsins

Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart kemur til landsins í sumar verður með uppistand í Laugardalshöll miðvikudaginn 15. ágúst næstkomandi. Forsala aðgöngumiða hefst á miðvikudaginn klukkan 15 og almenn miðasala hefst á föstudaginn klukkan 10.

Í tilkynningu frá Senu Live kemur fram að Kevin Hart sé fyrsti uppistandarinn til þess að selja upp öll sætin á NFL-leikvangi í Bandaríkjunum og seldust rúmlega 50.000 miðar alls á eina sýningu.

Auglýsing

Sjá einnig: Hvað ef Kevin Hart myndi leika David Beckham? Sprenghlægileg auglýsing frá H&M

„Hart hefur verið sérlega áberandi í Hollywood undanfarin ár og slegið í gegn í myndum eins og Get Hard, Central Intelligence og nýlega stórsmellinum Jumanji: Welcome to the Jungle. Sú mynd sem halaði inn rúmar 500 milljónir Bandaríkjadala á heimsvísu og er þegar hafin vinna að framhaldsmynd.“

Rúmlega 2.500 númeruð sæti eru í boði í heildina. Verðsvæðin eru fjögur talsins og kosta miðarnir frá 7.990 krónum.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing