Kjartan borðar ekki kolvetni og útbjó umdeilda bollu þetta árið: „Sumir nánast kúguðust“

Kjartan Long, fjallahjólaleiðsögumaður og sölustjóri hjá Byko hugsar vel um heilsuna og borðar nánast engin kolvetni. Þegar bolludagurinn gekk í garð voru góð ráð dýr fyrir Kjartan sem dó þó ekki ráðalaus.

Kjartan útbjó bollu sem innihélt avakadó, túnfisk, blómkál og pekan hnetu. Óhætt er að segja að Kjartan hafi fengið misfjöfn viðbrgöð við „bollunni.“

Auglýsing

Kjartan sem snæddi herlegheitin í vinnunni segir í samtali við Nútímann að vinnufélagarnir hafi ekki beint beðið í röð eftir að fá að smakka. „Þeim leist ekkert á þetta og sumir nánast kúguðust,“ segir Kjartan.

Hann saknaði hefðbundnu rjómabollunnar þó ekki neitt. „Þetta var geggjuð bolla sem samanstóð af vel þroskuðu avakadó, túnfisk, blómkáli og pekan hentu, allt brilliant gott,“ segir Kjartan.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing