Auglýsing

Kleinuhringjarisinn Krispy Kreme til Íslands, opnar í Hagkaup í Smáralind í nóvember

Kleinuhringjarisinn Krispy Kreme opnar í Hagkaup Smáralind 5. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram á Vísi. 1.100 Krispy Kreme-staðir eru í 25 löndum í heiminum og Ísland bætist nú í hópinn, fyrst Norðurlandaþjóða.

Sjá einnig: Annar bandarískur kleinuhringjarisi á leiðinni til landsins, Krispy Kreme til Íslands

Krispy Kreme var stofnað í Bandaríkjunum árið 1937 og er helsti samkeppnisaðili Dunkin’ Donuts, sem opnaði hér á landi í fyrra. Nútíminn sagði frá komu Krispy Kreme til landsins í lok júlí þá höfðu íslenskir starfsmenn sendir í sérstakar þjálfunarbúðum hjá Krispy Kreme í Skotlandi.

Viðar Brink, rekstrarstjóri Krispy Kreme, segir að staðurinn sé mjög fjölskylduvænn staður. „Við verðum með fría nettengingu og innstungur fyrir síma og tölvur,“ segir hann.

Við viljum hafa þægilega og góða stemningu fyrir fólk ef það vill koma að læra, eða hvernig sem það er.

Hagar reka meðal annars Bónus og Hagkaup og eru því á leiðinni í kleinuhringjastríð við annan risa á markaði — félagið á bakvið 10-11 stendur að baki opnun Dunkin’ Donuts á Íslandi og stefnir á að opna 16 staði hér á landi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing