Kött Grá Pje var tjúllaður yfir því að fá ekki listamannalaun: „Nú er ég bara farinn að spá í leiðum til að meika monnís“

Atli Sigþórsson, best þekktur sem Kött Grá Pje, er afar ósáttur við að fá ekki úthlutað listamannalaunum þetta árið. Hann segist í samtali við Nútímann hafa verið tjúllaður vegna málsins í gær og viðurkennir að hann sakni þess stundum að vera rappari.

Sjá einnig: Kött Grá Pje er hættur að rappa: „Orðinn gamall karl og nörd — þarf að gera annað“

Auglýsing

Hann ætlar þó ekki að gefast upp á því að vera skáld. „Ég var tjúllaður yfir því í gær, tók einn ömurlegan væludag en nú er ég bara farinn að spá í leiðum til að meika monnís,“ segir Atli í samtali við Nútímann.

Atli tjáði sig um málið á Twitter og virtist ekki skemmt

Atli grínaðist svo með að byrja aftur að rappa en hann lagði míkrafóninn á hilluna síðasta sumar.

Hann viðurkennir að hann sakni þess stundum að vera rappari. „Ég hafði alltaf dálítið skotsilfur upp úr spilaríinu og sakna þess af og til að spila á hæfilega litlum tónleikum og drekka í mig orkuna frá áheyrendum. Það var næs,“ segir Atli.

Hann segir framtíðina vera í óvissu. „Ég veit eiginlega ekkert hvað er framundan. Er fyrir nokkru byrjaður á næstu bók en þarf einhvern veginn að sjá fyrir mér meðfram skriftunum,“ segir Atli.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing