Auglýsing

Kristinn hefur áhuga á því að elda mat við krefjandi aðstæður og heldur úti matreiðsluþættinum Soð

Myndlistarmaðurinn Kristinn Guðmundsson hefur mikinn áhuga á því að elda á krefjandi stöðum, eins og í útilegu. Hann heldur úti matreiðsluþáttunum Soð á YouTube þar sem hann sýnir fólki að það þarf ekki að eiga endalaust að græjum og dóti til að geta eldað góðan mat.

„Þessi þáttur er bara ég að reyna að finna eitthvað out fyrir matarpervertinn í mér og búa til eitthvað í leiðinni. Ég er starfandi myndlistarmaður og performer og maður er alltaf að reyna að finna einhverjar leiðir til þess að vinna með áhugamálið sitt og núna er kominn tími á mat,“ segir Kristinn í samtali við Nútímann.

Þættirnir eru teknir upp í stúdíói. Herbergið ber þess alls ekki merki að vera eldhús heldur virðist það jafnvel frekar vera verkstæði eða geymla. Það er allavega langt frá því að vera hið „hefðbundna“ eldhús sem sjá má í flestum matreiðsluþáttum.

„Ég tek þessa þætti í stúdíóinu mínu og ástæðan fyrir því er að ég hef svo mikinn áhuga á að elda á krefjandi stöðum, eins og í útilegu. En að hafa það í þættinum sýnir fólki vonandi að það ætti að geta gert þetta líka, því það þarf ekki endalaust af græjum og dóti,“ segir Kristinn.

Hér má sjá Kristinn elda grísavanga

Hér má sjá Facebook-síðu þáttarins. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing