today-is-a-good-day

Kristmundur Axel ákærður fyrir að hóta lögreglumanni

Rapparinn Kristmundur Axel Kristmundsson hefur verið ákærður af Héraðssaksóknara fyrir að hóta lögreglumanni. Kristmundur hótaði því að taka lögreglukylfur af lögreglumanni og „valda honum líkamsmeiðingum.“ Frá þessu er greint á DV í dag.

Kristmundur skaust fyrst upp á stjörnuhiminn árið 2010 þegar hann sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna með íslenskri útgáfu af lagi Erics Clapton Tears in Heaven.

Hann komst í fréttirnar í fyrra þegar hann birti myndbönd af fíkniefnaneyslu sinni á samfélagsmiðlinum Snapchat. Samkvæmt heimildum DV ákvað Kristmundur að taka sig á og fara í meðferð í kjölfarið. Undanfarið hefur Kristmundi gengið allt í haginn en hann eignaðist dóttur í byrjun síðasta mánaðar.

Auglýsing

læk

Instagram