Kvarta undan klósettpappírnum úr Costco: „Tveir í fjölskyldunni fengu endalaust af útbrotum“

Í Facebook-hópnum Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð hafa skapast líflegar umræður um hinn þriggja laga Kirkland Signature klósettpappír. Eftir að einn notandi hópsins benti á að pappírinn hefði hækkað í verði stigu nokkrir fram og deildu slæmri reynslu af notkun hans. Útbrot og sveppasýking er meðal þeirra óþæginda sem pappírinn virðist hafa valdið.

Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir er ein þeirra sem tjáði sig um málið. Hún segir í samtali við Nútímann að pappírinn hafi reynst tveimur meðlimum fjölskyldu sinnar afar illa. „Tveir í fjölskyldunni fengu endalaust af útbrotum og sveppasýkingum. Þetta vandamál byrjaði ekki fyrr en farið var að kaupa þennan pappír en hætti þegar snúið var aftur í pappírinn sem notaður var áður,“ segir Guðrún.

 Við fengum sveppadrepandi krem, það virkaði á meðan meðferð stóð en byrjaði alltaf aftur um leið henni lauk

Auglýsing

Nokkrir hafa bent á að pappírinn leysist illa upp og Guðrún tekur undir það. „Hann stíflar auðveldlega klósettið og brotnar greinilega illa niður,“ segir Guðrún.

Annar meðlimur hópsins segir pappírinn molna og ætlar ekki að versla umrædda tegund aftur. „Þessi Kirkland-pappír er alveg skelfilegur, molnar í sundur og festist í borunni á manni … Kaupi hann aldrei aftur,“ skrifar einn ósáttur meðlimur hópsins.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing