Kynfæramyndirnar sem kært var fyrir á Selfossi

„Loksins loksins loksins loksins eru allar kynfæramyndirnar komnar saman,“ segir kynfræðingurinn Sigga Dögg á vefsíðu sinni, Siggadogg.is.

Sigga Dögg hefur sett allar kynfæramyndirnar, sem teknar voru af kyn­fær­um karla og kvenna á aldr­in­um 20 til 60 ára sem hluti af fræðslu­efni, á vefsíðu sína.

Myndirnar vöktu talsverða athygli á dögunum eftir að hún sýndi þær í fermingarfræðslu á Selfossi. Æskulýðspresturinn var í kjölfarið kærður af fólki sem átti hvorki börn í fræðslunni né var hluti af söfnuðinum. Málið var rannsakað af lögreglunni en að lokum fellt niður.

Myndunum fylgja skilaboð frá Siggu:

Viltu lofa mér að fara varlega með myndirnar því mér þykir svo vænt um einstaklingana sem tóku þátt í þessu verkefni og mér þykir svo vænt um alla sem skoða myndirnar og sjá fjölbreytnina í kynfærunum. Hver og einn þátttakandi á sér sögu og verður hún sögð síðar.

Myndirnar má sjá hér fyrir neðan:

typpi21-300x171

Auglýsing

læk

Instagram