Albert og Bergþór sýna hvernig á að halda yndislegt jólaboð með veislubökkum frá Sóma

Tími er eitthvað sem enginn á nóg af og nú þegar jólin nálgast þarftu að skipuleggja hverja einustu mínútu vel. Ef þú ætlar að bjóða fólki í heimsókn í brjálæðinu sem er framundan eru góð ráð dýr. Þú hefur varla tíma til að kaupa inn, hvað þá undirbúa snarlið ofan í gestina.

Nútíminn í samstarfi við Sóma kom við hjá Alberti Eiríkssyni og Bergþóri Pálssyni en þeir eru með svarta beltið í veislum. Verkefnið var einfalt: Að bjóða fólki upp á veislubakka frá Sóma og senda gestina glaða heim.

Rögnvaldur Þorgrímsson, eða fiskurinn á Snapchat, mætti í veisluna og athugaði hvernig gekk. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Instagram