today-is-a-good-day

Hörður fylgdi Danadrottningu eftir með öskubakka í kvöldverði í boði forseta Íslands

Hótel Saga hefur opnað vef þar sem saga hótelsins er rakin til dagsins í dag. Miklar framkvæmdir standa yfir í Súlnasalnum á Hótel Sögu og harðduglegir iðnaðarmenn keppast nú við að klára þær áður en jólahlaðborðin hefjast 17. nóvember.

Sjá einnig: Hótel Saga í kapphlaupi við tímann að klára endurbættan Súlnasal áður en jólahlaðborðið hefst

Ýmislegt skemmtilegt er að finna í sögu Hótels Sögu. Einn af mestu reynsluboltunum í starfsliði hótelsins er Hörður Sigurjónsson, sem hefur starfað í hótel- og veitingarbransanum í 51 ár og sneri aftur á Hótel Sögu fyrir sex árum.

Hörður byrjaði að læra til þjóns 1966 á Hótel Sögu og starfaði á hótelinu í 16 ár, á Grillinu og á Astrabar. Þegar Ólafur Laufdal opnaði Broadway í Mjódd fór Hörður þangað og starfaði þar og einnig á Hótel Íslandi sem síðar varð Broadway.

Sjá einnig: Hótel Saga á Facebook

Þegar Hörður var að læra á Hótel Sögu voru allar opinberar veislur haldnar í Súlnasal. Ein svona veisla er honum sérstaklega minnistæð en það var þegar Margrét Þórhildur Danadrottning og Hinrik Prins voru í opinberri heimsókn og haldinn var kvöldverður í boði forseta Íslands, Kristjáns Eldjárns.

Hörður hafði þá aðeins eitt hlutverk í veislunni og það var að fylgja drottninguni eftir með öskubakka og vera ávallt tilbúinn þegar hún þurfti að slá af sígarettunni eða kveikja sér í nýrri. Á flestum myndum þetta kvöld er Hörður með eða réttara sagt höndin hans sem heldur á öskubakka.

Öskubakkinn þurfti alltaf að vera hreinn en Margrét er sem kunnugt er stórreykingamanneskja. Hörður náði því varla að sækja hreinan öskubakka áður en hún kveikti í nýrri.

Hörður vann líka Íslandsmeistarakeppni barþjóna árið 1983 en hann sendi kokteilinn Stripper í keppnina. Það er ekki úr vegi að rifja hann upp

  • 3cl. Vodka
  • 1.5 cl. Kakólíkjör, ljós
  • 1.5 cl. Kókóslíkjör
  • Barsk. Flórsykur

Hristur. Fyllt upp með appelsínusafa Skreyting: Ferskur ananas, jarðaber og rör. Grenaldine á toppinn á drykknum.

Smelltu hér til að fylgjast með framkvæmdunum á Hótel Sögu

Auglýsing

læk

Instagram