Hótel Saga í kapphlaupi við tímann að klára endurbættan Súlnasal áður en jólahlaðborðið hefst

Auglýsing

Helgi Björns, Saga Garðars og Sigríður Thorlacius koma fram á jólahlaðborðinu á Hótel Sögu í ár. Eins og fyrri ár verður hlaðborðið í Súlnasal en þar standa nú yfir miklar framkvæmdir. Mjög miklar.

Helgi, Saga og Sigga brugðu á leik á dögunum í miðjum framkvæmdum og fullvissa þau aðdáendur sína og aðra matgæðinga um að salurinn verði fullkláraður þegar purusteikin verður borin á borð. „Það eru bara engir veggir hérna. Það er ekkert loft. Það eru engir gluggar,“ segir Helgi. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hótel Sögu, segir í samtali við Nútímann að Súlnasalurinn sé orðinn 55 ára og að ýmislegt hafi þurft að taka í gegn. „Við erum samt ekki að breyta miklu í útlitinu,“ segir hún.

Þetta lítur óskaplega hrátt út en við erum á áætlun og ætlum að opna um mánaðarmótin október/nóvember.

Myndbandið með Sögu, Helga og Siggu sýnir vel umfang framkvæmdanna en Ingibjörg og félagar eru bjartsýn á að allt verði tilbúið áður en fyrstu gestirnir mæta á jólahlaðborðið. Hún bendir á að það sé meira að segja búið að bóka einkasamkvæmi í vikunni áður en jólahlaðborðið hefst.

Auglýsing

„Þetta er svo mikil háönn hjá okkur þannig að við verðum bara að fá salinn í gagnið fyrir þennan tíma. Við höfum verið rosalega vinsæl og alltaf selt upp og það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út með nýjum skemmtikröftum,“ segir Ingibjörg.

Jólahlaðborðið verður frá 17. nóvember til 16. desember og hægt er að panta í síma 525 9930 eða senda póst á [email protected] Þá eru Tjarnargatan og Playmo að leggja lokahönd á sérstakan vef þar sem hægt verður að fylgjast með framkvæmdunum á lifandi og skemmtilegan hátt. 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram