Kynþokkafullur og ögrandi söngleikur í MR

Auglýsing

Leikarinn Stefán Hallur Stefánsson leikstýrir söngleiknum Vorið vaknar, eða Spring Aweking, sem Herranótt MR setur upp í vetur. Í kynningarmyndbandi sem Herranótt hefur sent frá sér er lofað kynþokkafullri og ögrandi sýningu.
Vorið vaknar er rokksöngleikur sem er byggður á samnefndu verki sem þótti afar umdeilt þegar það var sýnt fyrst. Í tilkynningu frá Herranótt kemur fram að mikill áhugi sé á meðal MR-inga á sýningunni og að metþátttaka hafi verið á leiklistarnámskeiði leikfélagsins:

Leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, Herranótt, mun setja upp 170. sýningu leikfélagsins í febrúar í Gamla bíói. Þetta verður því afmælissýning og verður öllu tjaldað til. Verkið sem varð fyrir valinu í ár er stórsöngleikurinn Vorið vaknar eða Spring Awakening sem sló nýlega í gegn á Broadway og sópaði að sér virtum verðlaunum.

Kristína Berman sér um útlit sýningarinnar og tónlistin er í höndum Halls Ingólfssonar.

Söngleikurinn fjallar á opinskáan hátt um unglinga sem eru að fóta sig í heimi fullorðinna og spennuna sem fylgir því að þroskast. Herranótt lofar áhrifamikilli, ögrandi og spennandi sýningu og hvetur fólk til þess að fylgjast með.

Kynningarmyndbandið má sjá hér:

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram