Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson gagnrýndur eftir tíst: „Takk fyrir að súmmera upp viðhorf þitt til kynbundins misréttis“

Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson, blandaði sér í umræðuna um nafna sinn Ragnar Önundarson á Twitter í gær. Ragnar sem er lykilmaður í íslenska landsliðinu í knattspyrnu er ósáttur við hvernig viðbrögðin voru við ummælum Ragnars Önundarsonar, í garð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. Tístið fékk töluverða athygli og margir furða sig á skoðun knattspyrnukappans.

Forsaga málsins er sú að Ragnar Önundarson birti mynd af Áslaugu Örnu, á Facebook-síðu sinni, síðastliðinn þriðjudag, sama dag og umfjöllun um kynferðislega áreitni sem konur í stjórnmálum upplifa komst í hámæli. Skilaboðin sem Ragnar lét fylgja með myndinni þóttu kristalla hluta þess vanda sem konur í stjórnmálum standa frammi fyrir.

„Meðferðin sem Raggi Önundar hefur fengið fyrir nákvæmlega ekki neitt, er gjörsamlega óásættanleg,“ skrifar Ragnar meðal annars í tístinu sem sjá má hér að neðan.

https://twitter.com/sykurinn/status/934801103321030656

Margir hafa tjáð sig um málið á Twitter og sagt að með þessu sé landsliðsmaðurinn að sýna baráttunni óvirðingu og lýsa slæmu viðhorfi til kynbundins misréttis. Hér að neðan má sjá brot af umræðunni um tíst Ragnars Sigurðssonar.

 

 

Auglýsing

læk

Instagram