Laun þingmanna hafa hækkað þrisvar sinnum á einu ári, 70 prósent hækkun frá því í nóvember

Auglýsing

Kjararáð hefur hækkað laun alþingismanna þrisvar sinnum á einu ári. Þingfararkaup hefur hækkað um tæplega 70% frá því í nóvember í fyrra.

Í gær hækkaði Kjararáð þingfararkaup alþingismanna um tæp 45 prósent, um 338.254 krónur á mánuði. Mánaðarlaun alþingismanna eru því nú 1.101.194 krónur.

Í nóvember í fyrra tók Kjararáð ákvörðun um að hækka laun skjólstæðinga sinna afturvirkt, frá og með 1. mars. Þingfararkaup hækkaði þá um 9,3% og fór úr 651.446 krónum í 712 þúsund krónur. Þingfararkaupið hækkaði svo aftur frá og með 1. júní í sumar um 7,15% og fór í 762.940 krónur.

Kjararáð er skipað fimm ráðsmönnum og fimm til vara. Þrír eru kosnir af Alþingi, Hæstiréttur skipar einn mann og fjármála- og efnahagsráð skipar einn.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram