Leikarinn Michael Nyqvist fann líffræðilega foreldra sína ekki fyrr en hann var orðinn fullorðinn

Auglýsing

Sænski leikarinn Michael Nyqvist, sem lést úr lungnakrabbameini á þriðjudaginn, fékk að vita fimm ára gamall að hann væri ættleiddur. Þegar hann var orðinn fullorðinn og hafði sjálfur eignast börn þráði hann að finna líffræðilega foreldra sína.

Hann hafði upp á móður sinni en hún vildi ekkert með hann hafa. Nokkru síðar fann hann föður sinn á Ítalíu. Þetta kemur fram í einu af síðustu viðtölunum sem Nyqvist veitti.

Sjá einnig: Sænski leikarinn Michael Nyqvist látinn

Nyqvist er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem blaðamaðurinn Mikael Blomquist í Millenium-þríleiknum eftir Stieg Larsso, sem naut gífurlegra vinsælda. Hann reyndi einnig fyrir sér í Hollywood og lék meðal annars í myndunum Mission Impossible: Ghost Protoco og John Wick.

Auglýsing

Mamma Nyqvist sagði honum frá ættleiðingunni þegar hann var fimm ára. Í viðtalinu sagði hann að þá hafi hann loksins skilið af hverju honum leið eins og hann væri öðruvísi. Nyqvist gat aftur á móti ekki rætt þessar nýju upplýsingar við neinn, mamma hans sagði nefnilega að þær væru leyndarmál. Þetta reyndist honum mjög erfitt.

„Ég var við það að springja innan frá. Þetta gróf holu í hjarta mitt sem verður þar að eilífu og skapaði innri reiði sem ég mun bera þangað til að ég dey,“ sagði Nyquist og bætir við að þetta sé ástæða þess að hann hafi oft tekið hlutverkum harðra, vondra karlmanna.

Þegar Nyqvist varð sjálfur faðir varð það honum mikilvægara að fá svör og gefa honum og börnunum tækifæri á að kynnast fólkinu sem gaf hann frá sér. Líffræðileg mamma hans hafði fyrir löngu tekið ákvörðun um að afþakka allt samband við son sinn. Hún samþykkti þó að gefa Nyqvist nafn líffræðilegs föður hans, Ítalans Marcello Lo Cicero.

Eftir mörg símtöl við sendiráð Svíþjóðar á Ítalíu fann Nyqvist loks rétta manninn í Flórens. Nyqvist fór þangað og í apótekið sem pabbi hans á en hann var því miður ekki við. Hann skildi eftir símanúmer og nokkrum vikum síðar hringdi pabbinn. Nokkrum mánuðum seinna kom pabbi Nyqvist til Svíþjóðar og tókst þeim að mynda góð tengsl.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram