Leitinni að Georgíumanninum, Nika Begades, sem féll í Gullfoss á miðvikudag er lokið í bili. Það er mbl.is sem greinir frá þessu. Búið er að leita vel á um 30 kílómetra í og meðfram Hvítá, án árangurs.
Nika Begades var 22 ára gamall og var frá Georgíu. Nika var búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Hann var einhleypur og barnlaus.
Viðar Arason, hjá svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurlandi, segir í samtali við mbl.is að björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum muni vakta ánna áfram auk þess sem hann biðlar til þeirra sem ganga um svæðið að hafa augun opin.
Ákvörðun um framhaldið verður tekin á næstu dögum.