Auglýsing

Leynd hvílir yfir gögnum um alþjóðlega vernd Mohamad Kourani

Útlendingastofnun hefur neitað Nútímanum um aðgang að öllum gögnum í vörslu stofnunarinnar sem varða umsókn Mohamad Kourani um alþjóðlega vernd. Það tók Útlendingastofnun tæpan mánuð að svara Nútímanum en beiðni um gögnin var send 24. júlí. Neitunin barst í gær, 19. ágúst.

Það þykir með öllu stórfurðulegt að Útlendingastofnun, sem hingað til hefur sent börn úr landi sem hafa svo endað heimilislaus í hinum ýmsu löndum Evrópu, skuli hafa veitt Kourani alþjóðlega vernd í ljósi þeirra upplýsinga sem lágu fyrir þegar á umsóknarferlinu stóð.

Rök Útlendingastofnunar eru að mati Nútímans mjög veik og halda engu vatni. Vísað er til þess að upplýsingar er varða persónuvernd séu „á víð og dreif í gögnum málsins“ án þess þó að skýra það nánar. Að mati Nútímans vantar heilmikið upp á fagleg vinnubrögð stofnunarinnar þar sem það ætti að vera hægt að aðskilja slíkar upplýsingar frá kjarna málsins sem er að sjálfsögðu sá rökstuðningur sem lagður var til grundvallar þeirri ákvörðun að veita þessum hættulega glæpamanni alþjóðlega vernd á Íslandi.

Það þykir líka einkennilegt að lögfræðingurinn sem svaraði fyrir hönd Útlendingastofnunar er ekki bara starfsmaður ríkisins heldur rekur hann einnig sína eigin lögfræðistofu sem hefur tekið að sér verkefni fyrir fjölda fyrirtækja og sveitarfélaga á Íslandi. Sá heitir Karl Hrannar Sigurðsson.

álitamálSamkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (lög nr. 70/1996) er starfsmanni ríkisins skylt að tilkynna stjórnvaldi, sem veitti honum starfið, ef hann hyggst taka að sér launað starf hjá öðrum aðila eða stofna til atvinnurekstrar samhliða opinberu starfi sínu. Í 20. grein laganna kemur fram að innan tveggja vikna frá slíkri tilkynningu skuli starfsmanni vera tilkynnt hvort starfsemin teljist ósamrýmanleg opinberu starfi hans, og ef svo er, að honum sé bannað að stunda hana.

Þegar litið er til þess að Karl Hrannar, lögfræðingur hjá Útlendingastofnun, sem á og rekur einkafyrirtækið SEKRETUM, sem sérhæfir sig í ráðgjöf á sviði persónuverndar, vakna ákveðnar spurningar bæði um lögmæti og siðferðisleg álitamál. Lagalega séð er ljóst að ef Karl Hrannar hefur ekki tilkynnt þetta starf til yfirmanna sinna eða fengið formlegt samþykki fyrir rekstri fyrirtækisins, gæti hann verið að brjóta gegn 20. grein laganna. Ekki er vitað hvort slíkt samþykki liggi fyrir. Jafnvel þótt hann hafi fengið samþykki, getur samt sem áður skapast hætta á hagsmunaárekstrum.

Siðferðislega er málið einnig mjög umdeilanlegt. Þegar ríkisstarfsmaður hefur veruleg viðskipti á sama sviði og hann starfar fyrir ríkið, getur það skapað tortryggni gagnvart hlutleysi og óhlutdrægni hans í opinberu starfi. Almenningur gæti velt fyrir sér hvort persónuverndarstarfsemi hans fyrir einkaaðila og sveitarfélög hafi áhrif á ákvarðanir hans innan Útlendingastofnunar, og hvort hann noti stöðu sína innan ríkisins til að skapa sér viðskipti í einkageiranum. Þetta getur grafið undan trausti til opinberra starfsmanna og haft neikvæð áhrif á trúverðugleika stofnunarinnar.

Mohamad Kourani hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market í mars og fjölda annarra brota. // Mynd: DV

Stjórnvöld bera ábyrgð gagnvart almenningi

Nútíminn telur að almenningur hafi ríkari rétt til upplýsinga þegar hann hefur gerst sekur um alvarleg brot á lögum enda er um að ræða mikilvæga hagsmuni varðandi öryggi almennings og trúverðugleika stjórnvalda. Það að Kourani hafi verið veitt alþjóðleg vernd þegar það lá fyrir að hann hafi hafið brotastarfsemi sína um leið og hann kom til landsins kallar á að öll gögn sem varða umsókn hans verði afhent og það strax.

Samkvæmt heimildum Nútímans var Kourani veitt alþjóðleg vernd þrátt fyrir að hann hafi fengið dóm fyrir skjalafals á þeim stutta tíma sem hann hafði dvalið hér á landi. Það þykir með öllu stórfurðulegt að Útlendingastofnun, sem hingað til hefur sent börn úr landi sem hafa svo endað heimilislaus í hinum ýmsu löndum Evrópu, skuli hafa veitt Kourani alþjóðlega vernd í ljósi þeirra upplýsinga sem lágu fyrir þegar á umsóknarferlinu stóð. Umsóknarferlið fyrir alþjóðlega vernd er mjög viðkvæmt og mikilvægt ferli sem þarf að vera gagnsætt og heiðarlegt.

Stjórnvöld bera mikla ábyrgð, bæði gagnvart núverandi þegnum landsins og þeim sem hingað koma í leit að betra lífi. Til að tryggja traust og réttlæti í þessu ferli, er nauðsynlegt að almenningur hafi aðgang að upplýsingum sem varða málsmeðferð, rökstuðning og ákvarðanir sem teknar eru í þessum málum. Það er í almannaþágu að þessi mál séu meðhöndluð með þeirri nákvæmni og gagnsæi sem upplýsingarétturinn tryggir. Af þeim sökum hefur Nútíminn kært þessa ákvörðun Útlendingastofnunar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Leggur miðillinn það traust á úrskurðarnefndina að sjá að um er að ræða ófagleg vinnubrögð í máli sem snerta almenning og að það sé engan veginn ásættanlegt að umrædd skjöl séu falin í skúffu stofnunarinnar.

Viðbúnaður á Litla Hrauni vegna Kourani á sér enga hliðstæðu: „Þeir þurfa að vera í hnífavestum með hjálma til að eiga við hann“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing