today-is-a-good-day

Leysti kattavandamálið með nýjustu tækni: Græja sprautar sjálfkrafa vatni á óboðna gesti

Sigurður Þór Helgason, íbúi í Vesturbæ, var orðinn langþreyttur á lausagöngu katta í garðinum sínum og greip því til sinna ráða með hjálp nýjustu tækni. Þetta kemur fram á Vísi.

Sigurður keypti svokallaðan Yard Enforcer sem sprautar vatni á óboðna gesti með sprenghlægilegum afleiðingum. Myndband úr öryggismyndavélum Sigurðar má sjá hér fyrir neðan.

Hann segist í samtali við Vísi hafa prófað öll ráðin í bókinni til að losna við kettina án árangurs.

Ég var við það að gefast upp og sætta mig við það að okkar eignir væru ekki bara okkar heldur líka kattanna, þar til að ég fann þetta snilldartæki á amazon.com. Í dag líður mér eins og ég hafi náð garðinum til baka frá yfirráðum kattanna sem komu reglulega til að kúka og pissa á allt hjá okkur.

Hér má sjá brot af því besta úr öryggismyndavél Sigurðar.

Ég elska hvað tæknin getur til hjálpa gegn óþverra eins og lausagönguköttum sem er hleypt út af eigendum sínum til að pissa og kúka hjá nágrönnunum og drepa fugla. Ég kynni Yard Enforcer. Ég klippti saman bestu atriðin sem náðust á upptöku með öryggismyndavélinni minni

Posted by Sigurður Þór Helgason on Tuesday, June 30, 2015

Auglýsing

læk

Instagram