Líkfundur í Öræfum

Björgunarsveitarmenn fundu í hádeginu í dag látinn mann við Sandfell í Öræfum. Þetta kemur fram á Facebooksíðu lögreglunnar á Suðurlandi. Björgunarsveitir voru kallaðar út þegar í ljós kom að bifreið hafði staðið mannlaus á bílastæði skammt frá Sandfelli í einhvern tíma.

Um er að ræða bílaleigubifreið í útleigu til erlends ferðamanns. Málið er í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi.

Auglýsing

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Miðvikudagur, 17. janúar 2018

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing