Linda Rut fann föður sinn í Bretlandi með hjálp sjónvarpsþáttar eftir áralanga leit

Linda Rut Sigríðardóttir hefur loksins fundið föður sinn eftir áralanga leit. Færsla sem Linda birti á Facebook árið 2014 vakti landsathygli en leitinni er nú lokið og endurfundirnir voru sýndir í þættinum Leitin að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi.

Linda sagði frá DNA-prófi sem hún fór í árið 2006 í frétt um málið á vef DV árið 2014. „Maðurinn sem ég hélt að væri blóðfaðir minn var það ekki,“ sagði hún í DV. Í kjölfarið ræddi hún málið við móður sína sem sagði henni alla söguna.

Hún var ung, sextán ára sjálf, og vissi í rauninni ekkert hvað hún átti að gera og þá kemur þessi breski maður upp úr krafsinu og ég sé mynd af honum. Og það fer ekki á milli mála að við erum mjög lík. Þá fer þetta að rúlla.

Auglýsing

Eitt af því fáa sem hún vissi var að faðir hennar hafði verið búsettur í Súðavík til ársins 1989, að hann hafi verið breskur og líklega fæddur í kringum 1959. Hún hafði ráðið einkaspæjara til að leita að föður sínum án árangurs og birti svo færslu um málið á Facebook.

Í Leitinni að upprunanum í gærkvöldi var Lindu fylgt eftir til Bretlands í strandbæinn Weymouth. Ýmsir hjálpuðu til við leitina og búið var að hafa samband við margt fólk þegar Richard Guildford, faðir Lindu, fannst loksins.

Mæðginin hittust svo loksins og hún hitti hálfbróður sinn, son Richards. Þá sagði hún föður sínum að hann væri afi en Linda er móðir þriggja stúlkna.

Sjáðu brot úr þættinum hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing