Listaverk Ladda seljast eins og heitar lummur: „Er kominn til að vera“

Auglýsing

Leikarinn ástsæli, Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi, opnaði í gær myndlistarsýningu í Smiðjunni Listhúsi. Á sýningunni voru 25 verk eftir Ladda til sölu og óhætt er að segja að hún hafi gengið vonum framar. Yfir 20 verk seldust á sýningunni.

Laddi ætlar að halda áfram að mála og segist í samtali við Nútímann kominn til að vera en þetta er fyrsta myndlistarsýningin sem Laddi heldur einn. „Þetta gekk ljómandi vel, það voru 25 verk til sölu og nú eru aðeins þrjú eftir,“ segir Laddi.

Sjá einnig: Laddi er listmálari

Næstu skref hjá Ladda eru því að halda áfram að mála myndir en hann stefnir á að opna nýja sýningu eftir eitt ár. „Nú fer maður bara að setjast niður með pensilinn og byrja.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram