Lögregla finnur ekki mann sem réðist á ungan dreng í Þorlákshöfn, sagðist ætla með hann í kjallara í Reykjavík

Auglýsing

Ég tek þig núna og fer með þig heim til Reykjavíkur í kjallarann minn, sagði karlmaður á fertugsaldri við níu ára dreng í Þorlákshöfn í gær þegar hann reyndi að nema hann á brott.

Drengurinn var á gangi frá Heinabergi yfir í Pálsbúð í bænum þegar maðurinn kemur upp að honum, grípur í handlegg hans og segist ætla að taka hann með sér. Drengurinn sparkaði í manninn og hljóp í burtu. Hann greindi frá atvikinu og komu lögreglumenn með forgangsakstri til bæjarins.

Lögreglu hefur ekki tekist að hafa uppi á manninum segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Nútímann. Hann segir að orð mannsins um að hann ætli með drenginn heim til Reykjavíkur benda til þess að hann sé ekki heimamaður.

Samkvæmt lýsingu drengsins er maðurinn á fertugsaldri og um það bil 180 sentímetrar á hæð. Hann er þybbinn, með snöggklippt ljósbrúnt hár, bláeygður og með skegghýjung. Maðurinn var svartklæddur, í svartri peysu með áberandi stórum appelsínugulum stöfum sem stóð á ASA. Maðurinn var jafnframt klæddur í íþróttabuxur og rauða skó.

Auglýsing

Fyrst var greint frá málinu á vef Hafnarfrétta. Þar kemur fram að foreldri drengsins hafi greint frá málinu. Í athugasemdum við færsluna greina foreldrar frá tveimur öðrum svipuðum atvikum í bænum síðustu daga. Aðspurður segist Þorgrímur Óli ekki hafa fengið tilkynningar um hin tvö málin.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Kjúklingur í karrý

Sænsk möndlukaka

Sænsk möndlukaka

Instagram