Auglýsing

Lögregla tekur óróa í Kötlu mjög alvarlega, athuga með ferðamenn í dag

Lögregla á Suðurlandi heldur inn með Múlakvísl í dag til að kanna hversu margir ferðamenn eru á svæðinu þar í kring. Þetta eru aðgerðir vegna óróa í eldfjallinu Kötlu en þrír stórir jarðskjálftar urðu í henni í nótt.

Þetta kemur fram á mbl.is en þar segir einnig að lögregla taki óróann mjög alvarlega. Lögregla fundar með almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í dag vegna málsins.

„Við erum á tán­um og för­um nú á eft­ir og könn­um með ferðamenn í ná­grenni Múla­kvísl­ar,“ seg­ir Víðir Reynisson, lög­reglu­full­trúi og verk­efna­stjóri al­manna­varna hjá lög­regl­unni á Suður­landi, í samtali við mbl.is. „Okk­ar fyrsta verk­efni verður að kanna hvað er mikið af ferðamönn­um inni í Þak­gili, Haf­ursey og á Mýr­dalss­andi.“

Katla er eldstöð sem staðsett er undir Mýrdalsjökli. Kötlugos hafa að meðaltali orðið á 40 til 80 ára fresti og hafa 16 eldgos verið skráð í eldstöðinni síðan menn settust að á Íslandi. Síðast gaus Katla árið 1918. Katla er ein frægasta eldstöð á Íslandi og alræmd fyrir hinar miklu hamfarir sem fylgja í kjölfar eldgosanna.

Uppfært kl. 13.00

Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands segir: 

Öflug jarðskjálftahrina er nú í gangi. Hún byrjaði í gærmorgun (29. sept.) í Kötlu eldstöðinni.

Aukin virkni, sú mesta í hrinunni hófst nú í hádeginu kl. 12:02 (30. sept.) með nokkrum skjálftum sem voru allir M3 eða stærri. Engin gosórói er sýnilegur nú þegar þetta er skrifað.

Vegna óvenju mikillar virkni í Kötlu eldstöðinni hefur litakóða fyrir Kötlu verið breytt úr grænu í gult.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing