Lögregla var með sérstakt eftirlit við heimili Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, í nótt eftir að honum bárust hótanir og heimilisfang hans var gert opinbert á samfélagsmiðlum. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins.
Snorri hefur verið harðlega gagnrýndur síðustu daga eftir þátt Kastljóss þar sem hann ræddi um meint bakslag í baráttu hinsegin fólks. Þar tókust hann og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastýra Samtakanna 78, harkalega á um hinsegin málefni.
„Snorri mun ekki bogna – við þurfum fleiri þingmenn sem þora meðan aðrir þegja“
Viðbrögðin hafa verið sterk – meðal annars hafa ráðherra, biskup Íslands, landlæknir og fleiri þingmenn gagnrýnt orðræðu Snorra. Fjölmargir hafa einnig lagt orð í belg á samfélagsmiðlum.
Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV býr Snorri á heimili sínu ásamt eiginkonu og börnum. Lögreglan vildi ekki tjá sig nánar um öryggisráðstafanir en staðfesti að slíkt eftirlit hefði átt sér stað. Snorri sjálfur kaus að tjá sig ekki við fjölmiðla að svo stöddu.