Lögreglan bregst við #metoo-frásögnum: „Allir brotaþolar eru skjólstæðingar lögreglu“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna frásagna kvenna sem hafa síðustu vikur og mánuði stigið fram og lýst kynbundnu ofbeldi undir merkjum #metoo-byltingarinnar. Í yfirlýsingunni ítrekar lögreglan að allir brotaþolar séu skjólstæðingar lögreglu.

„Síðastliðnar vikur og mánuði hafa margir stigið fram og lýst því að brotið hafi verið á þeim í orði og í verki. Konur eru þar í yfirgnæfandi meirihluta. Frásagnirnar eru margar og sumar svo átakanlegar að fólki er verulega brugðið,“ segir í yfirlýsingunni sem Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar, sendi fjölmiðlum fyrr í kvöld.

Auglýsing

„Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu telur rétt að taka það skýrt fram að allir brotaþolar eru skjólstæðingar lögreglu,“ segir einnig í yfirlýsingunni sem lesa má í heild hér að neðan.

Síðastliðnar vikur og mánuði hafa margir stigið fram og lýst því að brotið hafi verið á þeim í orði og í verki. Konur…

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Laugardagur, 27. janúar 2018

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing