Lögreglan henti landsliðinu út af B5

Lögreglan „réðist með valdi inn á skemmtistaðinn B5“ eftir að klukkan sló eitt í nótt. Íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og stuðningsmönnum þess var „fleygt út“ af staðnum. Þetta kemur fram á Fótbolta.net.

Skemmtistaðir borgarinnar höfðu aðeins leyfi til að vera með opið til eitt í nótt en karlalandsliðið var að tryggja sér sæti á stórmóti í fyrsta skipti og margir vildu fagna því lengur. RÚV greinir frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi haft afskipti af tveimur skemmtistöðum í miðbænum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði á Facebook-síðu sinni í gær að hann hafi sagt landsliðsstrákunum eftir leikinn að allir veitinga- og skemmtistaðir yrðu opnir fyrir þá í nótt eins lengi og þeir vildu.

Eftir á að hyggja hafði ég formlega séð líklega ekki vald til þess heldur …en ég geri ekki ráð fyrir að neinn muni reyna að reka þá í háttinn.

Auglýsing

læk

Instagram