Lögreglan lýsir eftir átta ára dreng á Suðurnesjum

Uppfært: Elvar Logi er fundinn heill á húfi.

Auglýsing

Lögreglan á Suðurnesjum leitar að Elvari Loga, átta ára. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar.

„Nú vantar okkur aðstoð ykkar kæru Suðunesjabúar,“ segir í færslunni.

Við erum að leita af Elvari Loga 8 ára. Elvar hefur ekki skilað sér heim eftir skóla í Keflavík og foreldrar hans eru orðin áhyggjufull um drenginn.

Elvar Logi er með Barcelona skólatösku og í blárri úlpu með loðkraga eða í bláum og gulum snjógalla. Elvar er í skóla í Keflavík en býr í Njarðvík.

Ef einhver hefur vitneskju um Elvar þá hafið strax samband við lögregluna á Facebook eða í gegnum 112.

UPPFÆRT…..Elvar Logi er fundinn heill á húfi. Við þökkum ykkur fyrir aðstoðina.Nú vantar okkur aðstoð ykkar kæru…

Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on Fimmtudagur, 9. nóvember 2017

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing