Loreen kemur til landsins og flytur Euphoria á úrslitakvöldinu í undankeppni Eurovision

Sænska söngkonan og Eurovision-stjarnan Loreen kemur til landsins í febrúar og stígur á svið á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Loreen flytur sigurlag sitt frá árinu 2012, Euphoria. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

30 ár eru frá því að Ísland tók fyrst þátt í Eurovision. Fyrsta lagið sem Ísland sendi í keppnina var Gleðibankinn í flutningi Icy hópsins, sem var skipaður þeim Eiríki Haukssyni, Helgu Möller og Pálma Gunnarssyni. Lagið hafnaði í 16. sæti í keppninni sem fram fór í Bergen í Noregi.

Euphoria var gríðarlega vinsælt hér á landi og Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppnina í ár, segir í samtali við Fréttablaðið að lagið gera eitthvað sérstakt.

Það er líka svolítið skemmtileg að þetta náði út fyrir hópinn sem hefur verið talinn svona til Eurovis­ion-áhugamanna. Þetta varð miklu, miklu stærra.

Eurovision-goðsögnin Sandra Kim kemur einnig frá á úrslitakvöldinu, Sturla Atla flytur Gleðibankann ásamt því að Högni Egilsson stígur á svið en ekki hefur fengist upp gefið hvaða lag hann flytur.

Úrslitakeppnin fer fram 20. febrúar í Laugardalshöll og og undankeppnirnar tvær fara 6. og 13. febrúar í Háskólabíói.

Auglýsing

læk

Instagram