Lýsing bauð bílasölum í hamborgarapartí

Bílasalar landsins voru samankomnir í Víkina sjóminjasafn í gærkvöldi þar sem fjármögnunarfyrirtækið Lýsing hélt partí. Tilefnið var að kynna fjármögnunarþjónustuna Lykil sem býður allt að 90% lánshlutfall á bílaláni og á, samkvæmt því sem kom fram í partíinu, að hreyfa við markaðnum.

Bílasalarnir voru hvorki sendir svangir né þyrstir heim þar sem það var afar vel veitt, samkvæmt heimildum Nútímans. Þemað í partíinu var einhvers konar bandarísk bílasala og voru hamborgarar grillaðir að amerískum sið fyrir utan og einnig var boðið upp á rif og kjúklingavængi. Þá flæddi bjórinn, léttvínið og sterka vínið og tala gestir um að hafa getað drukkið eins og þeir vildu.

Plötusnúðar spiluðu country-tónlist og leikarinn Atli Albertsson gekk á milli manna, klæddur eins og bandarískur bílasali með kúrekahatt og spjallaði við gesti á ensku með þykkum amerískum hreim.

Auglýsing

læk

Instagram