Maður í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsi í Grafarvogi

Maður er í lífshættu eftir að honum var bjargað úr brennandi íbúð við Bláhamra í Grafarvogi um klukkan hálf þrjú í nótt. Þetta kemur fram á vef RÚV. Eldurinn kom upp á fjórðu hæð í sex hæða fjölbýlishúsi og samkvæmt frétt RÚV voru nokkrir íbúar fastir inni í íbúðum sínum um tíma.

Vernharður Guðnason, deildarstjóri á aðgerðasviði hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við RÚV að reykkafarar hafi fundið manninn fljótlega eftir að þeor fóru inn í íbúðuna þar sem eldurinn kom upp.

Auglýsing

Sex íbúum til viðbótar voru fluttir á slysadeild vegna gruns um rekeitrun eftir að þeim var bjargað í gegnum stigagang hússins eða af svölum.

Þá greinir RÚV frá því að skömmu síðar hafi einbýlishús í Mosfellsbæ orðið alelda. Þegar slökkvilið kom á staðinn hafði fimm manna fjölskylda komið sér sjálf út um glugga eftir að hafa vaknað við reykskynjara. Þau voru öll flutt á slysadeild Landspítalans vegna gruns um reykeitrun.

Eldsupptök eru ókunn á báðum stöðum.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing