Engin tengsl virðast vera á milli árásarmannanna tveggja og mannsins sem var stunginn á skyndibitastaðnum Metro í Kópavogi í gærkvöldi. Árásin virðist hafa verið tilefnislaus. Þetta kemur fram á mbl.is.
Á Vísi.is er haft eftir vitnum að árásinni að maðurinn hafi verið að fá sér að borða þegar tveir piltar hafi komið inn á staðinn og haft í hótunum við hann, að því er virtist af tilefnislausu. Áverkarnir sem maðurinn hlaut voru lífshættulegir en samkvæmt mbl.is er líðan hans eftir atvikum og er hann ekki talinn í bráðri lífshættu lengur.
Þeir fóru svo í andyri staðarins þar sem annar pilturinn stakk manninn, sem fór þá aftur inn á staðinn og bað viðstadda um að hringja á sjúkrabíl. Árásarmennirnir voru farnir þegar lögreglan kom á staðinn en þeir voru báðir handteknir skömmu síðar.
Síðar í dag verður tekin ákvörðun um hvort farið verið fram á gæsluvarðhald yfir þeim.