Auglýsing

Mæðgur á Suðurnesjum fyrir dómi: Sú yngri neitaði að mæta í skólann

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum höfðaði ansi sérkennilegt mál gegn móður á Suðurnesjum nú á dögunum en dómur í því féll í héraði í fyrradag, mánudaginn 13. nóvember. Móðirin var ákærð fyrir að hafa rifið dóttur sína upp af gólfinu, einn miðvikudag í október á síðasta ári, hrist hana til þannig að höfuð hennar slóst í vegg auk þess sem hún er sögð hafa öskrað á hana í umrætt sinn.

Samkvæmt dómsgögnum virðist málið hafa snúist um það að dóttirin hafi neitað að mæta í skólann þennan umrædda morgun. Dóttirin sagði fyrir dómi að hún hafi ekki treyst sér vegna mikilla tíðarverkja en því hafi móðir hennar ekki trúað – hún hafi talið dóttur sína ósofna vegna þess hve miklum tíma hún hafi eytt í tölvunni nóttina áður. Í skýrslutöku hjá lögreglu lýsti dóttirin atvikinu með svofelldum hætti: „svo hún skellti skápnum mínum, opna og loka hurðinni og svo tók hún í hálsinn minn og skellti hurðinni, þrisvar sinnum, á veggnum“. Í kjölfarið hafi stúlkan hlaupið út úr húsinu til hálfbróður síns, sem býr skammt frá heimili þeirra mæðgna, en svo lá leið hennar beint á lögreglustöðina í Keflavík þar sem hún kærði móður sína og gaf skýrslu.

„…kveðst ítrekað hafa reynt að fá brotaþola til að klæða sig í föt og fara í skólann, en brotaþoli hafi ekki svarað henni.“

Þessi lýsing dótturinnar var þó í miklu ósamræmi við frásögn móður sinnar. Fram kemur í skýrslutökum yfir henni að hún hafi reynt að vekja dóttur sína umræddan morgun þar sem hún hafi verið orðin of sein í skólann en hún neitað að mæta. Þá segir í dómnum: „Ákærða kveðst ítrekað hafa reynt að fá brotaþola til að klæða sig í föt og fara í skólann, en brotaþoli hafi ekki svarað henni. Ákærða kveðst þá hafa rifið brotaþola upp og krafist þess að hún færi í skólann, en brotaþoli hafi þá slegið í átt til hennar. Ákærða hafi þá slegið „aðeins á móti, það var ekkert eitthvað brjálað“. Kvaðst ákærða ekki hafa „barið“ brotaþola en þó slegið „aðeins“.

Vildi ekki að mömmu yrði refsað

Allt er þó gott sem endar vel því samkvæmt móður stúlkunnar, og fram kom í skýrslutökum lögreglu, er samband þeirra nú gott: „Þær hafi rætt saman og „tengi“ vel. Það hafi hins vegar kostað umtalsverða fyrirhöfn af hálfu þeirra beggja“. Þá tók dóttir hennar einnig fram að í dómnum að það sé „alls ekki sinn vilji“ að móðir hennar verði refsað vegna atviksins en af einhverjum ástæðum taldi lögreglustjórinn á Suðurnesjum nægilega ástæðu til staðar til þess að gefa út ákæru á hendur móðurinni og sækja gegn henni í Héraðsdómi Reykjaness.

Dómari málsins féllst ekki á rök lögreglustjórans á Suðurnesjum og segir í dómnum orðrétt: „Að virtum framburðum þeirra tveggjaog með hliðsjón af fyrirliggjandi málsgögnumer það mat dómsins að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að færa framfullnægjandi sönnun þess að háttsemi ákærðu hafi verið á þann veg að hún hafi gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök í ákæru og með því farið út fyrir þau mörk sem umsjónaraðilum barna eru sett samkvæmt 98. gr. og 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Er ákærða af þessum sökum sýknuð af kröfum ákæruvaldsins í málinu.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing