Manuela hannaði úlpu með Zo-On, ferlið verður sýnt í sjónvarpsþáttum

Úlpa sem Manuela Ósk Harðardóttir hannaði með Zo-On fer í sölu í búðum á Íslandi að lokinni sjónvarpsþáttaröð sem gerð var um hönnunarferlið. Þættirnir fara í loftið á Stöð 2 í byrjun nóvember.

Þetta kemur fram í Fréttatímanum.

Manuela útskrifaðist úr fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands síðastliðið vor en er flutt til Los Angeles þar sem hún leggur stund á framhaldsnám í „social media“ við Fashion Institute of Design og Merchandising.

Hún segir námið lofa góðu og telur sig vera á réttri hillu. Reynsla hennar af samfélagsmiðlum reynist henni vel í náminu en það er ákveðin pressa frá skólanum að nemendur séu virkir á sem flestum miðlum.

„Þau vilja til dæmis að við séum með bloggsíðu og Youtube-rás. Ég þarf því aðeins að fara að girða mig í brók,“ segir Manuela. Hún lét nýlega undan pressu með bloggsíðu og opnaði síðuna heymanu.com.

Auglýsing

læk

Instagram