María Ólafs: „Leið bara eins og einhver hefði stillt mér upp við vegg og miðað á mig byssu“

Auglýsing

María Ólafsdóttir gerði upp þátttöku sína í Eurovision í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í dag. Hún sagði stressið á aðalkvöldinu hafa verið eins og sér hefði verið stillt upp við vegg og miðað á hana byssu.

María komst ekki í áfram í keppninni og játar að sér hafi fundist hún valda fólki vonbrigðum.

„Já, það var aðallega það. Bara, guð minn góður, Ísland er ekki að komast áfram í fyrsta skipti í mörg ár og við verðum ekki með á laugardaginn,“ sagði hún í Bítinu.

„Það var aðallega að mér fannst ég vera að bregðast strákunum í fyrsta lagi af því að þeir áttu náttúrulega lagið og svo bara Íslendingum.“

Auglýsing

Þegar hún kom fram á undankvöldinu var hún augljóslega stressuð. Hún segir að stressið hafi gert vart við sig um kvöldið.

Já, það gerðist bara þarna um kvöldið. Ég veit ekki hvað gerðist. Mér leið bara eins og einhver hefði stillt mér upp við vegg og miðað á mig byssu. Án gríns.

Hún segir erfitt að hafa þurft að halda áfram með lagið.

„Eins og í miðju laginu þá var ég bara: „Guð minn almáttugur. Ég þarf að klára þetta.“ En æfingin fyrr um daginn gekk nefnilega svo vel, ég vildi óska að það hefði verið útsendingin. Það var bara spot on. En svo bara, gerðist eitthvað.“

Hún hefði þó aldrei viljað sleppa því að taka þátt í keppninni. „Ég hefði aldrei viljað sleppa þessu eða neitt. Ég vildi allan tímann gera þetta en bara stressið tók yfir,“ sagði hún

María er tilbúin að taka aftur þátt í keppninni. „Þá veit maður hvað maður á að gera og hvað á ekki að gera. Ég er algjörlega óreynd, var ekkert þekkt og hafði enga reynslu einu sinni.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram