Marta biðst afsökunar: Átti ekki að særa neinn

Auglýsing

Fjölmiðlakonan Marta María Jónasdóttir vakti mikla athygli þegar hún lét Kristínu Júllu Kristjánsdóttur gervahönnuð láta sig líta út eins og ógæfukonu. Rúmlega 10 þúsund manns deildu innslaginu á Facebook og margir voru reiðir.

Marta María biðst afsökunar á innslaginu í viðtali við Fréttatímann, sem kom út í kvöld. „Ég hefði kannski átt að biðjast afsökunar á sínum tíma en ég geri það hér með,“ segir hún.

Mér þótti miður hvernig umræðan þróaðist. Aðalmálið var að sýna hvað Kristín Júlla er flink. Ég hitti Baldvin Z, leikstjóra myndarinnar, á Kaffifélaginu og því var hent fram í gamni að ég ætti að láta breyta mér í ógæfukonu. Þetta átti ekki að særa neinn eða gera lítið úr neinum.

Þá fór fyrir brjóstið á fólki þegar Marta María spurði Kristínu Júllu hvort hún gæti breytt fallegri konu eins og henni í ógæfukonu.

„Fólk varð alveg brjálað en þetta er bara minn húmor,“ segir Marta María í Fréttatímanum. „Ég man eftir því að hafa hitti þekktan sjónvarpsmann á förnum vegi og spurt hvernig hann hefði það. Hann svaraði umsvifalaust að „maður með svona andlit er aldrei óhamingjumsamur.“ Konur virðast samt ekki mega grínast svona.“

Auglýsing

Henni fannst miður að Kristín Júlla dróst inn í þetta.

„En ég hitti hana um dagin og þá sagðist hún hafa fengið fjölda verkefna út á þetta þannig að það fór vel. Þó ég sé með þykkan skráp er ég ekki átakasækin. Mig langar að hafa allt gott og vil alls ekki að einhverjir upplifi að ég sé að tala niður til þeirra.“

Smelltu hér til að lesa viðtalið við Mörtu í Fréttatímanum.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram