Með risavaxið Robocop-húðflúr á maganum

Kvikmyndagerðarmaðurinn Rútur Skæringur N. Sigurjónsson er eflaust mesti Robocop-aðdáandi landsins. Hann var fimm eða sex ára þegar hann sá fyrst kvikmynd um Robocop og hreifst svo mikið af myndunum og auðvitað vélmenninu að í dag skartar hann risavöxnu Robocop-húðflúri á maganum.

Ég var kannski fimm eða sex ára þegar ég sá myndina fyrst og Robocop hefur bara alla tíð síðan verið uppáhalds — enda er Robocop „fokking awesome“.

Jóhanna Geirdal húðflúraði Robocop á Rút. Hún byrjaði rétt fyrir áramót og lauk verkinu í maí. Þrjár kvikmyndir um Robocop voru gerðar á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Aðdáendur fengu svo að endurnýja kynnin við Robocop í ár þegar fjórða myndin var frumsýnd. Rútur gefur ekki mikið fyrir hana:

Nýja myndin er eiginlega Robodad frekar en Robocop.

Auglýsing

læk

Instagram