Auglýsing

Meira en helmingur þjóðarinnar vill brauðið sitt ristað svona

MMR hefur loksins kannað hvernig Íslendingar vilja að brauðið sitt sé ristað. Niðurstöðurnar ættu ekki að koma neinum á óvart; rúmlega helmingur þjóðarinnar vill brauðið sitt meðalristað og rétt rúmlega 30 prósent þjóðarinnar vill að brauðið sé aðeins meira ristað en það. Enginn vill brennt ristað brauð en um tvö prósent þjóðarinnar borðar ekki ristað brauð.

Hér má sjá mælikvarðana

Í niðurstöðum MMR kemur fram að munur sé á smekk eftir lýðfræðihópum. „Íslendingar voru almennt sammála um það að vilja brauðið sitt meðalristað,“ segir á vef MMR.

Sá hópur sem líklegastur var þó til að vilja brauðið sitt ljósgyllt voru konur á aldrinum 68 ára og eldri og ekki útivinnandi. Samanborið við aðrar starfsstéttir voru stjórnendur og æðstu embættismenn líklegastir til að vilja brauðið sitt dökkbrúnt (stilling 5) eða 11%, en þeir voru jafnframt líklegastir til að borða ekki ristað brauð (6%).

Þá var stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins (11%) einnig líklegra en stuðningsfólk annarra hópa til að vilja brauðið sitt dökkbrúnt og var auk þess ólíklegast til þess að vilja ristað brauðið sitt ljósgyllt líkt og meirihluti Íslendinga kaus.

Hægt er að rýna í niðurstöðurnar hér

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing