Rafmagnsinntak brann yfir í Landsbankanum

Mikill viðbúnaður var við Landsbankann í Borgartúni um klukkan 15 í dag. Vegfarandi sem hafði samband við Nútímann sagðist hafa farið inn í bankann en verið rekinn út um hæl án útskýringa.

Lögreglubíll, sjúkrabíll, slökkviliðsbíll og bíll frá Orkuveitu Reykjavíkur eru á svæðinu. Sjúkrabíll yfirgaf svæðið með sírenur í botni.

Uppfært kl. 15.14: Vegfarandi segir tvö tvö lögreglumenn á mótorhjólum hafa komið snemma á svæðið ásamt tveimur lögreglubílum. Tveir lögreglubílar æddu út á Sæbraut með sírenur í gangi frá Borgartúni. Allt húsið var rýmt og tilkynnt um eld en enginn reykur sést.

kl. 15.22: DV greinir frá því að rafmagnsinntak hafi brunnið yfir í Landsbankanum

Kl. 15.43: Bankinn hefur verið opnaður aftur.

slokkvi

 

Auglýsing

læk

Instagram