Millie Bobby Brown sýndi sönghæfileika sína hjá Jimmy Fallon – Sjáðu myndbandið

Auglýsing

Stranger Things stjarnan Millie Bobby Brown var gestur í spjallþætti Jimmy Fallon í gær til að kynna kvikmyndina Godzilla: King of the Monsters. Brown og Fallon sungu saman í svokölluðu Beat Battle, þar sem hljómsveitin The Roots spilaði takt og þau skiptust á að finna lag undir.

Sjá einnig:Stikla fyrir þriðju seríuna af Stranger Things er komin

Útkoman var stórskemmtileg en þau sungu lög á borð við I Want It That Way, Call Me Maybe, Hollaback Girl og mörg fleiri. Godzilla: King of the Monsters verður frumsýnd hér á landi í lok maí. Millie Bobby Brown leikur einnig í þriðju seríu Stranger Things sem er væntanleg 4. júlí næstkomandi á Netflix.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram