Í breska blaðinu Metro er fjallað um mistök sem áttu sér stað í Morgunblaðinu í morgun þegar mynd af breska tónlistarmanninum Ed Sheeran var birt með minningargrein Íslendings sem lést 19. desember á síðasta ári.
Blaðakonan, Katie Baillie skrifar greinina og tekur það sérstaklega fram að aðdáendur þurfi ekkert að óttast um söngvarann geðþekka „Engar áhyggjur, Ed er ennþá lifandi,“ segir í grein Metro.
Málið hefur vakið töluverða athygli en Ed Sherran er einn vinsælasti tónlistarmaður heims um þessar mundir. Hann er að sjálfsögðu sprelllifandi.