Mixxxer er eins og Tinder nema bara fyrir kynlíf

Mixxxer er farsímavefur sem er ætlað að vera eins og Tinder, nema fyrir fólk sem er aðeins að leita að kynlífi. Engin stefnumót. Bara kynlíf.

Tinder hefur notið gríðarlegra vinsælda á Íslandi og er eflaust umtalaðasta app landsins um þessar mundir. Misjafnt er hvernig notendur nota appið; sumir vilja komast á stefnumót á meðan aðrir eru bara DTF (til í samfarir). Á Mixxxer er hins vegar tekið skýrt fram að þjónustan sé ekki ætluð þeim sem eru að leita sér að sófakúri.

Michael Manes, einn af stofnendum Mixxxer, segir í samtali við vefsíðuna The Daily Beast að það sé gríðarleg eftirspurn eftir þjónustunni:

Við vildum gera það sama og Tinder en sleppa við app-búðirnar og fylgja okkar eigin reglum. Þannig að Mixxxer er einfaldlega farsímavefur sem virkar eins og app.

100.000 manns skráðu sig á Mixxxer á fyrstu tveimur mánuðunum eftir að síðan fór í loftið. Á Mixxxer geta notendur deilt grófum myndum með öðrum notendum en til að vernda friðhelgi einkalífsins er innbyggður svokallaður sturtuhurðarfilter, sem hægt er að setja yfir myndirnar.

Mixxxer virkar á sama hátt og Tinder, notendur „svæpa“ til hægri eða vinstri til að taka afstöðu til annarra notenda. „Svæp“ til hægri þýðir að þú sért til í tuskið. Eins og Tinder notar Mixxxer GPS til að finna fólk sem er í kringum þig.

Auglýsing

læk

Instagram