Mögnuð auglýsing Nike með Colin Kaepernick gefur heiminum gæsahúð, sjáðu myndbandið

Auglýsing

Nike setti internetið á aðra hliðina í vikunni þegar fyrirtækið birti auglýsingu með Colin Kaepernick, sem spilaði amerískan fótbolta með San Francisco 49ers. Í auglýsingunni er fólk hvatt til að trúa á eitthvað, jafnvel þótt það hafi í för með sér að fórna öllu.

Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan

Nike hefur nú birt sjónvarpsauglýsingu með Colin Kaepernick í aðalhlutverki sem ætti að gefa fólki ansi duglega gæsahúð. Horfðu á auglýsinguna hér fyrir ofan.

Colin Kaepernick byrjaði að mótmæla kynþáttahatri í Bandaríkjunum með því að krjúpa niður á annað hnéð á meðan þjóðsöngurinn var fluttur fyrir leiki í NFL-deildinni. Mótmælin vöktu mikla athygli og fleiri leikmenn byrjuðu fljótlega að taka þátt.

Auglýsing

Kaepernick spilar ekki í NFL-deildinni í dag og hefur kært deildina fyrir að koma í veg fyrir að hann komist að hjá liði. Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælt aðgerðum hans og stuðningsfólk hans fór að brenna Nike-skó, eftir að Nike tók afstöðu með Kaepernick með auglýsingunum.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram