Monika Röngvaldsdóttir, nemandi í Menntaskólanum á Akureyri, ætlar að vera í beinni útsendingu í kassa í tólf klukkustundir í dag og fylgja þannig að hluta til í fótspor listnemans Almars Atlasonar sem dvaldi í kassa í viku árið 2015.
Monika er ólíkt Almari fullklædd og hefur það notalegt með teppi og tónlist.
Útsendingin hófst um kl. 8 í morgun og má fylgjast með henni hér fyrir neðan.
Gjörningurinn er hluti af góðgerðaviku MA þar sem safnað er fyrir geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri. Í síðustu viku ýttu nemendur bíl Eyjafjarðarhringinn.
Hér er hægt að leggja málefninu lið:
Kt:470997-2229
Rn:0162-05-261530